Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir fátt benda til þess að það sé efnahagslegur ávinningur að því að stunda hvalveiðar. Sýna þurfi fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt ef endurnýja eigi veiðiheimildir sem gildi út árið 2023, en eins og staðan sé sjái hún fátt sem rökstyðji að veiðarnar verði heimilaðar áfram eftir árið 2023. Þetta kemur fram í aðsendum pistli Svandísar í Morgunblaðinu í dag.
Svandís rifjar upp að frá því að hvalveiðar voru heimilaðar á nýjan leik í atvinnuskyni árið 2006 hafi verið veiddar nokkur hundruð langreyðar og talsverður fjöldi af hrefnum. Segir hún að óumdeilt sé að veiðarnar hafi ekki mikla efnahagslega þýðingu og síðustu þrjú ár hafi engin stórhveli verið veitt, en ein hrefna árið 2021. Því telji hún að efnahagslegur ávinningur af því að stunda veiðarnar ekki geta verið mikinn. Fyrirtækin sem það geta hafi valið að veiða ekki.
„Ástæður þessa geta verið nokkrar, en kannski einfalda skýringin sú að viðvarandi tap af þessum veiðum sé líklegust,“ segir Svandís.
Bendir hún á að veiðarnar hafa verið umdeildar og rifjar upp að bandarísk verslunarkeðja hafi hætt að markaðssetja íslenskar vörur um tíma vegna málsins. Árið 1989 hafi áhrifin verið meiri en þá varð truflun á sölu á fiski á erlendum mörkuðum. Þá segir Svandís að neysla hvalkjöts í Japan fari minnkandi, en þar sé aðalmarkaður kjötsins. Spyr hún í kjölfarið hvers vegna Ísland ætti að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem skili ekki efnahagslegum ábata og lítil eftirspurn er eftir.
Tekur hún fram að á þessu ári verði unnið mat á mögulegum þjóðhagslegum og samfélagslegum áhrifum af hvalveiði.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.11.24 | 589,39 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.11.24 | 618,73 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.11.24 | 442,45 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.11.24 | 364,40 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.11.24 | 111,15 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.11.24 | 343,79 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.11.24 | 379,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.995 kg |
Ýsa | 3.128 kg |
Langa | 83 kg |
Skötuselur | 65 kg |
Keila | 64 kg |
Ufsi | 19 kg |
Samtals | 11.354 kg |
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet | |
---|---|
Þorskur | 17.935 kg |
Samtals | 17.935 kg |
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 532 kg |
Ufsi | 496 kg |
Karfi | 7 kg |
Samtals | 1.035 kg |
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 105.873 kg |
Karfi | 48.292 kg |
Ufsi | 3.805 kg |
Ýsa | 1.580 kg |
Samtals | 159.550 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.11.24 | 589,39 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.11.24 | 618,73 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.11.24 | 442,45 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.11.24 | 364,40 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.11.24 | 111,15 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.11.24 | 343,79 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.11.24 | 379,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.995 kg |
Ýsa | 3.128 kg |
Langa | 83 kg |
Skötuselur | 65 kg |
Keila | 64 kg |
Ufsi | 19 kg |
Samtals | 11.354 kg |
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet | |
---|---|
Þorskur | 17.935 kg |
Samtals | 17.935 kg |
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 532 kg |
Ufsi | 496 kg |
Karfi | 7 kg |
Samtals | 1.035 kg |
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 105.873 kg |
Karfi | 48.292 kg |
Ufsi | 3.805 kg |
Ýsa | 1.580 kg |
Samtals | 159.550 kg |