Þorskurinn aldrei skilað Íslendingum meiri tekjum

Þorskafurðir hafa aldrei áður skilað þjóðarbúinu jafn miklum útflutningstekjum og …
Þorskafurðir hafa aldrei áður skilað þjóðarbúinu jafn miklum útflutningstekjum og á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að þorskaflinn hefur ekki verið minni síðan 2014. mbl.is/Sigurður Bogi

Útflutningsverðmæti þorskafurða á árinu 2022 voru þau mestu í sögunni þrátt fyrir að afli dróst saman um 28 þúsund tonn og að þorskafli hafi ekki verið minni frá árinu 2014.

Alls voru fluttar út þorskafurðir fyrir rúman 141 milljarð króna sem er um 7% meira en árið 2021 þegar útflutningsverðmæti þeirra nam 132 milljörðum króna. Á sama tíma dróst útflutningur í tonnum saman um tæplega 10%, úr 141 þúsund tonnum árið 2021 í 128 þúsund tonn í fyrra.

Þetta má lesa úr nýjustu tölum Hagstofu Íslands sem rýnt er í nýjustu greiningu Radarsins.

„Verðmæti hvers kílós, hvort sem miðað er við afla eða útflutning, var því ríflega fimmtungi hærra í fyrra en árið 2021, mælt í erlendri mynt. Af þessu er ljóst að íslenskum sjávarútvegi tókst vel upp á árinu í framleiðslu og útflutningi á þorskafurðum,“ segir í greiningunni.

Mynd/Radarinn

Miklar verðhækkanir

Miklar verðhækkanir hafa verið á sjávarafurðum á mörkuðum og hefur haft veruleg áhrif á aukningu í útflutningsverðmætum þorskafurða. Í greiningunni er bent á að hækkunina megi meðal annars rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og er vakin athygli á að fiskverð hafði fyrir það tekið að hækka í takti við batnandi horfur á mörkuðum þar sem áhrif Covid-19 faraldursins fóru minnkandi.

„Óvissa sem leiddi af stríðinu og viðskiptaþvinganir sem Vesturlöndin gripu til gegn Rússlandi, stuðluðu að frekari verðhækkunum. Þetta kemur ágætlega fram í verðvísitölu botnfiskafurða sem Hagstofan birtir mánaðarlega og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Hún endurspeglar ágætlega þróun á verði þorskafurða, enda vega þær um 65% af útflutningsverðmæti botnfiskafurða alls,“ segir í greiningu Radarsins.

Þó hefur verðþróun verið mismunandi eftir afurðaflokkum þorskafurða og hækkaði verðvísitala sjófrystra afurða mest, eða um 46% á milli ára á föstu gengi. Þá hækkaði verðvísitala fersks þorsks um 18% og landfrysts um 14%. Minnsta hækkunin var á verðvísitölu fyrir saltaðan þorsk, eða rúm 11% á föstu gengi. Verðvísitala botnfiskafurða í heild hækkaði um tæp 24% í erlendri mynt á milli ára.

„Hækkanirnar voru jákvæðar fyrir íslenskt hagkerfi. Einnig kom það sér vel að þær komu á sama tíma og samdráttur varð í þorskkvóta. Hátt verð á íslenskum sjávarafurðum hefur jákvæð áhrif á viðskiptakjör og ekki hefur veitt af að afla meiri útflutningstekna miðað við þann halla sem er nú um stundir á utanríkisviðskiptum Íslendinga.“

Verð á mörkuðum voru mjög hagstæð á síðasta ári og …
Verð á mörkuðum voru mjög hagstæð á síðasta ári og eru enn. mbl.is/Hari

Hráefni af skornum skammti

Fullyrt er að „útflutningsverðmæti er þó ekki algildur mælikvarði á stöðuna í sjávarútvegi“ og er bent á að töluverður samdráttur hefur átt sér stað í útflutningi á ferskum flökum, alls 14%, og í magni landfrystra eða 19%.

„Samdráttur í aflaheimildum í þorski hefur gert sjávarútvegsfyrirtækjum erfiðara um vik að útvega nægt hráefni til þess að halda vinnslum gangandi og tryggja heilsársstörf. Hér ber að nefna að afhendingaröryggi og stöðugt framboð er ein grunnforsenda farsælla viðskipta með fisk. Og reyndar á það við um fjölmargar aðrar vörur sem eru í harðri alþjóðlegri samkeppni,“ segir í greiningunni.

Minna til Frakklands en meira til Bandaríkjanna

Þetta hafi haft veruleg áhrif á viðskipti við helstu markaði. „Í fyrsta sinn frá árinu 2008, að undanskildu árinu 2017 þegar áhrifa sjómannaverkfallsins gætti á útflutning, dregst útflutningur til Frakklands saman á milli ára. Þá er miðað við þróunina í evrum og í tonnum.“

Fluttar voru þorskafurðir til Frakklands fyrir um 27 milljarða króna í fyrra en fyrir 31 milljarð árið 2021. Samdrátturinn milli ára er 14% í krónum talið og 9% í evrum. Fellur hlutdeild Frakklands í útflutningsverðmætum þorskafurða úr 24% í 19%.

„Eftir sem áður eru Frakkar enn stærsta viðskiptaþjóð Íslendinga með þorskafurðir, sem er að langstærstum hluta fersk flök. Bretar eru önnur stærsta viðskiptaþjóð Íslendinga með þorskafurðir. Þar er nokkur aukning, eða um 9% í krónum talið en um 14% í pundum. Þá aukningu má alfarið rekja til sjófrystra afurða.“

Mynd/Radarinn

Í fyrra jókst útflutningur þorskafurða til Bandaríkjanna um 25%. „Vissulega spilar sú hækkun sem var á gengi Bandaríkjadollar hér inn í, en sé tekið tillit til hennar nemur aukningin rúmum 17% sem má telja dágott. Bandaríkin eru þar með komin í þriðja sætið yfir stærstu viðskipaþjóðir með íslenskan þorsk en hafa á undanförnum árum verið í fjórða sæti á eftir Spáni. […] Bandaríkin eru einn af best borgandi mörkuðum og það skiptir máli þegar hámarka á verðmæti úr takmarkaðri auðlind,“ segir í greiningunni.

Lesa má greininguna í heild sinni á Radarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »