Snýst ekki um hvort fólk sé með eða á móti hvalveiðum

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur það vilja starfsmanna Hvals …
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur það vilja starfsmanna Hvals að fækka frávikum. Samsett mynd

„Það er verið að minnka þann mikla skaða sem ákvörðun hennar hefur þegar valdið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, varðandi ákvörðun matvælaráðherra um að framlengja ekki veiðibann á langreyðum sem rennur út á miðnætti.

Segir Vilhjálmur það fagnaðarefni að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi séð að sér og hyggist heimila veiðarnar frá og með morgundeginum. 

Matvælaráðherra boðaði í dag nýja reglugerð varðandi veiðar á langreyðum og var veiðibann sem rennur út á miðnætti ekki framlengt.

Þá segir í tilkynningu stjórnarráðsins að reglugerðin muni fela í sér „ít­ar­leg­ar og hert­ari kröf­ur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eft­ir­lit. Skil­yrðin snúa m.a. að þjálf­un, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum“.

Vilji starfsmanna að fækka frávikum

Spurður hvort hann óttist að kröfur ráðherra verði of íþyngjandi fyrir starfsmenn, t.d. þær sem lúti að aukinni fræðslu og þjálfun, kveðst Vilhjálmur ekki hafa áhyggjur af því. 

„Það er örugglega fullur vilji starfsmanna Hvals, og þeirra sem starfa á hvalskipunum, að fækka frávikum sem verða við veiðarnar. Ég held að þeir muni að mínu mati ekki gera neinar athugasemdir við það að þjálfun eigi sér stað.“

Hann segir það aftur á móti athugavert að sjá ákvörðun Svandísar núna í kjölfar skýrslu starfshóps ráðuneytisins sem gefin var út á mánudag, en Vilhjálmur segir skýrsluna vísa í tillögur Hvals til úrbóta til að fækka frávikum, sem hafi legið fyrir í júní. 

Braut að öllum líkindum stjórnsýslulög

„Fagráð sem skilaði nú inn heilum tveimur A4-blöðum í áliti, sem ráðherra byggði veiðibann sitt á, höfðu ekki einu sinni samband við Hval,“ segir Vilhjálmur og bætir við að sennilegast hefði verið hjá þessu öllu komist ef fagráð hefði haft samband við Hval í tengslum við álit sitt. 

„Það er dálítið undarlegt að sjá matvælaráðherra vitna í skýrslu sem staðfestir það að Hvalur er búinn að vera að vinna að tillögum til úrbóta á þessum veiðum,“ segir hann.

„En vinnubrögð hennar voru auðvitað með þeim hætti að hún gætti ekki að andmælarétti starfsmanna og fyrirtækisins til að kanna hvort fyrirtækið væri að vinna að slíkum úrbótum og fagráð gerði það svo sannarlega ekki,“ segir Vilhjálmur og bætir við að ráðherra hafi að öllum líkindum gerst brotleg við stjórnsýslulög með ákvörðun sinni. 

Á heima innan veggja Alþingis

Nú rennur veiðileyfi út um áramótin að vana, hver telur þú að framtíðin verði? Áttu von á að Svandís leyfi veiðar á næsta ári? 

„Það er góð spurning. Fyrst og fremst snýst þetta mál ekki um það núna hvort fólk er með eða á móti hvalveiðum. Þetta snýst um það stjórnvaldsofbeldi sem matvælaráðherra beitti í þessu máli.“

Vilhjálmur segir málið eiga heima innan veggja Alþingis í framhaldinu enda sé það veigamikið mál að taka ákvörðun um hvort heimila eigi hvalveiðar á Íslandi eða ekki. Það eigi ekki að vera háð pólitískum duttlungum matvælaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »