130 starfsmenn teknir af launaskrá Vísis

Fjöldi starfsmanna Vísis var tilkynnt um að þeir yrðu teknir …
Fjöldi starfsmanna Vísis var tilkynnt um að þeir yrðu teknir af launaskrá þar sem ekki lítur út fyrir að hægt verði að koma starfsemi fyrirtækisins í gang að fullu vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag fengu 130 af starfsfólki Vísis ehf. í Grindavík bréf þar sem þeim er tilkynnt að þau falli af launaskrá og þeim bent á að sækja beint um greiðslur til Vinnumálastofnunar vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. Ekki er þó um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir eru 60 sem haldast starfandi við verkefni sem í gangi eru, meðal annars saltfiskvinnslu í Helguvík.

Frá þessu er greint á vef útgerðarinnar.

Þar er bent á að verklagsreglur almannavarna hamla því að starfsemi sé haldið úti í Grindavík að öllu leyti eða hluta. Auk þess sem afstaða Náttúruhamfaratrygginga til þess hvað telst beint tjón af völdum náttúruhamfaranna er ekki ljós, sem sagt er koma í veg fyrir fleiri tilraunir með rekstur í Grindavík.

„Við höfum átt í ítarlegum samskiptum við yfirvöld vegna þessa, án árangurs,“ segir í bréfinu sem er undirritað af Pétri H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Vísis.

Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis ehf. í Grindavík.
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis ehf. í Grindavík. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Ástandið vari fram á sumar

Vísir hefur tekist að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar eru færri en annars væri og verkefnin hafa breyst, jafnframt hafa almannavarnir gefið út að núverandi ástand geti staðið fram á sumar 2024 og telja stjórnendur félagsins að ekki hafi verið annar kostur í stöðunni en að stöðva greiðslu launa til starfsfólks í landi.

„Ráðningasambandi starfsfólksins við Vísi ehf. rofnar ekki við þennan gjörning og þegar starfsemi hefst aftur í Grindavík getur starfsfólk hafið störf að óbreyttu. Hvenær af því verður vitum við þó ekki á þessari stundu. Við munum eins og aðrir fylgjast grannt með framvindunni á hættumati og jarðhræringum. Unnið verður að því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins í gegnum þessa óvissutíma og við munum áfram þrýsta á yfirvöld að gera okkur kleift að halda áfram starfsemi í Grindavík að gættu fyllsta öryggis,“ segir að lokum í bréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »