Hákon verður búinn fullfjarstýrðum toghlerum

Nýr Hákon ÞH mun vera búinn toghlerum af nýjustu gerð …
Nýr Hákon ÞH mun vera búinn toghlerum af nýjustu gerð frá Thyborøn. Ljósmynd/Hampiðjan

Á dögunum var staðfest pöntun á Thyborøn fullfjarstýrðum toghlerum fyrir nýjan togara Gjögurs, Hákon ÞH-250.

Hinn nýi togari er smíðaður af danska skipasmíðafélaginu Karstensen og var Hákon sjósettur í Póllandi í október síðastliðnum en áætlað er að hann verði afhentur um mitt þetta ár.

Hlerarnir sem um ræðir eru af gerðinni 42 og eru þeir 12 fermetrar og vega 4,7 tonn. Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að „þeir eru fyrstu fullfjarstýrðu hlerarnir sem seldir eru frá Thyborøn á íslenskt skip en frá árinu 2017 hefur Thyborøn boðið upp á hlera með lúgum sem má opna og loka með glussatjakki og hægt er að breyta þegar hlerarnir koma upp aftan á skipinu.“

Hampiðjan Ísland er umboðsaðili Thyborøn á Íslandi og sá um söluna á þessu hlerapari til útgerðarfélagsins Gjögurs.

Stýrt úr brú

Í toghlerunum eru litíumrafhlöður sem og dýptarnemar og mótorstýring, ásamt tveimur botnstykkjum sem sett eru á kjöl skipsins. Búnaðurinn gerir mögulegt að stýra og breyta virkni hlerana úr brú skipsins á meðan veiðum stendur.

„Allur búnaðurinn á hlerunum, ásamt hugbúnaði í brúnni, er hannaður og framleiddur af Thyborøn fyrir utan rafhlöðuna sjálfa. Litíumrafhlaðan sem um ræðir hefur allt að 40 klukkustunda vinnutíma án þess að hlaða þurfi hana þrátt fyrir að hlerinn sé í stöðugri notkun. Um tvær klukkustundir tekur að hlaða rafhlöðuna aftur upp í 80% hleðslu og um þrjá tíma í 100% hleðslu,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að allan stýribúnað sé hægt að endurnýta þegar kemur að því að endurnýja þurfi hlerana sjálfa.

Nýr Hákon ÞH var sjósettur í Gdansk.
Nýr Hákon ÞH var sjósettur í Gdansk. Ljósmynd/Gjögur hf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »