Nóg af hráefni og nóg að gera

Páll Snorrason framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Eskju segir það hjálpa …
Páll Snorrason framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Eskju segir það hjálpa greininni nú að loðnuveiðarnar gengu mjög vel í fyrra og að margar útgerðir eigi töluverðan forða af loðnuhrognum. Ljósmynd/Eskja

Það er óvenjulegt hve oft loðnustofninn hefur brugðist undanfarin ár en Eskja hefur brugðist við með því að vinna mikið magn kolmunna. Það hjálpar að nóg er til af frystum loðnuhrognum frá síðustu vertíð, að því er fram kemur í blaði 200 mílna.

Páll Snorrason ber sig nokkuð vel þó eðlilega þyki honum óheppilegt að í þriðja skiptið á fimm árum hafi enginn loðnukvóti verið gefinn út. Páll er framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Eskju og segir hann það hjálpa greininni nú að loðnuveiðarnar gengu mjög vel í fyrra og að margar útgerðir eigi töluverðan forða af loðnuhrognum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.

„Síðasta vertíð gekk ákaflega vel. Loðnan var vel á sig komin og framleiðslan skilaði mjög góðum afurðum. Árið þar á undan var vertíðin líka stór en hafa þurfti meira fyrir veiðunum. Hins vegar komu tvö loðnulaus ár í röð 2019 og 2020.“

Færeyska skipið Christian í Grótinum landaði metafla hjá Eskju fyrr …
Færeyska skipið Christian í Grótinum landaði metafla hjá Eskju fyrr í vetur. Ljósmynd/Eskja: Gungör Gunnar Tamzok

Mikill uppgangur hefur verið í kolmunnavinnslu hjá Eskju að undanförnu og reynst kærkomin búbót í loðnubrestinum. „Við höfum keypt mikið magn kolmunna af erlendum skipum það sem af er ári en í janúar fiskuðu okkar skip um 14.000 tonn af kolmunna sem veiddur var í lögsögu Færeyja. Við höfum tekið á móti um það bil 32.000 tonnum af kolmunna og loðnu af erlendum skipum og settum Íslandsmet og gott ef ekki heimsmet þegar við lönduðum í einu lagi farmi upp á 3.653 tonn, sem er stærsti farmur af afla til vinnslu sem við vitum um,“ segir Páll.

„Með allt þetta hráefni hefur verið nóg að gera í vinnslunni og er það jákvætt bæði fyrir fyrirtækið og fyrir samfélagið.“

Viðtalið við Pál má lesa í heild sini í nýjasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »