Illa gengur að ná sýkta strokulaxinum

Mikill fjöldi stórra og sýktra laxa sluppu úr sjókví á …
Mikill fjöldi stórra og sýktra laxa sluppu úr sjókví á eldissvæði Lerøy í Reitholmen. Illa gengur að endurheimta laxinn. Ljósmynd/Mattilsynet

Illa hefur gengið að veiða 14 þúsund strokulaxa sem sluppu úr sjókvíum norska laxeldisfyrirtækisins Lerøy á eldissvæðinu Reitholmen í Noregi í byrjun mánaðarins. Talið er að þetta geti orðið eitt alvarlegast sleppingarmál Noregssögunnar þar sem greinst hefur á eldissvæðinu bæði nýrnasjúkdómur og brissjúkdómur.

Hafa umhverfissamtökin Norges Miljøvernforbund (NMF) kært rekstraraðilann Lerøy Midt, dótturfélag Lerøy Seafood, til norsku lögreglunnar.

Fram kemur í umfjöllun Børsen, viðskiptamiðils Dagbladet, að á föstudagskvöld hafði aðeins tekist að veiða 450 laxa þrátt fyrir að lagt hafi verið út fleiri þúsund metrar af netum.

Miðillinn hefur eftir Aud Skrudland hjá norsku matvælastofnuninni Mattilsynet að stofnunin hafi verið gert viðvart um að laxinn væri smitaður af nýrnasjúkdómi 7. mars og hafi um leið gripið til aðgerða sem miða að því að koma í veg fyrir að fiskurinn smiti út frá sér. Reglurnar snúa aðallega að því hvernig fiskurinn sé meðhöndlaður, en ekki fylgir þeim ákvæði um að fisknum beri að slátra um leið.

Skrudland segir nú ljóst að þurfi að breyta verklagi þegar lax reynist smitaður af alvarlegum sjúkdómum. „Meðal annars þurfum við að meta hvort strokhættan eigi að fá meira vægi þegar við ákveðum hvort fiskurinn fái að vera áfram í sjó eða hvort hann skuli slátraður.“

Harald Larssen, framkvæmdastjóri Lerøy Midt, segir umfangsmikla veiði standa yfir en á föstudagskvöldi hafði aðeins tekist að ná um 450 löxum. Fjögur sjóför taka þátt í veiðinni og hafa verið lagðir út 13 kílómetrar af netum til að endurheimta eldislaxinn.

Óttast sjúkdómar fari í dreifingu

„Við höfum stefnu um að kæra allar laxasleppingar, en þetta tilvik er sérstakt þar sem laxinn er alvarlega veikur,“ hefur E24 eftir Arne Roger Hansen, svæðisstjóra NMF í Mið-Noregi.

Sem fyrr segir hafa greinst tveir alvarlegir sjúkdómar á eldissvæðinu þaðan sem laxinn slapp, bæði nýrnasjúkdómur sem er af völdum bakteríu og brissjúkdómur af völdum veiru. Báðir sjúkdómarnir geta valdið dauða sérstaklega hjá seiðum.

„Við óttumst að laxinn eigi eftir að ganga í ár og dreifa sjúkdómi í villtu laxastofnana í Þrændalögum,“ segir Hansen

NMF telur eðlilegt að Lerøy Midt verði sektað um 500 til þúsund norskar krónur fyrir hvern lax sem slapp úr eldi félagsins. Krafa samtakanna er því að heildarsektin verði á bilinu sjö til 14 milljóna norskra króna, sem er jafnvirði um 90 til 180 milljóna íslenskra krona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »