Andlát ástvinar er álagstími í lífi fólks og mikilvægt að gefa sorginni svigrúm og njóta samvista við sína nánustu.
Við styðjum og hjálpum aðstandendum að skipuleggja og annast alla þætti sem sem fylgja útförinni og veitum persónulega þjónustu með virðingu að leiðarljósi.
Við leggjum áherslu á persónulega og faglega þjónustu við undirbúning og framkvæmd útfarar. Í samráði við aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sér útfararþjónustan um flutning hins látna í líkhús.
Borg útfararþjónusta hefur öll tilskilin leyfi til útfararþjónustu og eru bundnir þagnarskyldu í störfum sínum.