Keppinautar hafa sýnt Honda áhuga

Í sýningarsal Bernhard í Vatnagörðum.
Í sýningarsal Bernhard í Vatnagörðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þreifingar hafa átt sér stað um kaup á Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda. Þær hafa þó ekki leitt til formlegra viðræðna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Askja, sem er með umboð fyrir KIA og Mercedez Bens, sýndi áhuga á að kaupa Honda í haust. Bílabúð Benna, sem er með umboð fyrir Porsche, Opel og SsangYong, hefur einnig viðrað áhuga. Fyrir skemmstu kom hópur fjárfesta einnig að máli við eigendur Bernhards, herma heimildir blaðsins.

Eftir að stofnandi bílaumboðsins, Gunnar Bernhard Guðjónsson, féll frá í september á síðastliðnu ári fjölgaði fyrirspurnum um félagið. Synir hans stýra fyrirtækinu. Hluthafar eru sjö og enginn þeirra á stærri hlut en 15% við árslok 2016, samkvæmt nýjasta opinbera ársreikningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: