Fágætir gleðigjafar

Mörgum hlýnar um hjartarætur við að sjá fallega fornbíla. Töfrar þeirra eru nánast ómælanlegir og til þeirra eru bornar allt aðrar tilfinningar en seinni tíma bíla.

Fornbílar sem vel er annast eru sannkallaðir gleðigjafar. Um það er ekki deilt. Á meðfylgjandi myndum má sjá eigendur og áhugamenn um Ford Model T aka um vegi við Bad Teinach-Zavelstein skammt frá borginni Tübingen í Þýskalandi.

Var hópurinn á á fornbílasýningu í bænum Gaüfelden-Nebringen þar skammt frá. Á einni myndanna er hersingin komin á leiðarenda og stoltur stendur maður að nafni Dirk Rödiger við hlið síns T-Ford sem er frá árinu 1911, eða 107 ára gamall.  

mbl.is