Öðruvísi en allir aðrir

Rafmagnsbíllinn BMW i3 er næst mest seldi bíll í Noregi …
Rafmagnsbíllinn BMW i3 er næst mest seldi bíll í Noregi 2017.

Norski bílamarkaðurinn er ólíkur öllum öðrum, hvar svo sem drepið er niður fæti á byggðu jarðarbóli. Sést þetta nánast í hverjum mánuði. Ekkert land komst í námunda við Noreg hvað hlutfall rafknúinna bíla í nýskráningum varðar.

Árið 2017 skiptist markaðurinn nokkurn veginn í tvennt milli rafbíla og bíla með brunavél.

Þriðja söluhæsta bílmerkið í Noregi í fyrra var BMW en þýski bílsmiðurinn hefur aukið framboð sitt af raf- og tengiltvinnbílum. Svo einstök eru þessi viðskipti að í sjö af hverjum 10 seldum BMW-bílum var rafmagn hluti af drifrásinni. Um það eru engin álíka dæmi annars staðar frá.

Söluhæsti einstaki rafbíllinn í Noregi var BMW i3. Setti hann sölumet 2016 og aftur í fyrra er salan jókst um 22% og nam 4.600 eintökum. Þykir það undrum sæta af bíl sem verið hefur á markaðinum frá 2013. Er i3 næstmest seldi bíllinn af öllum gerðum drifrása í Noregi. Alls munu 13.000 BMW i3 vera í umferðinni þar í landi.

Það eru ekki bara hreinir rafbílar sem freista norskra bílkaupenda því þeir hrífast líka af tengiltvinnbílum. Frá BMW hafa þeir í því efni úr miklu úrvali að spila, eða módelunum 225xe, 330e, 530e, 740e, X5 40e jeppanum og síðast en ekki síst ofurbílnum i8. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: