Kia á ferð um landið

Kia Stinger er kraftmikill Gran Turismo.
Kia Stinger er kraftmikill Gran Turismo.

Kia heldur áfram ferð sinni um landið þar sem frumsýndir eru Kia Stinger og Kia Stonic. Á föstudag og laugardag verða bílarnir sýndir hjá BVA á Egilsstöðum. Á laugardeginum verða bílarnir einnig sýndir á Vesturlandi hjá Bílás, Bílasölu Akraness.

Ásamt Stinger og Stonic verður hin breiða lína Kia til sýnis og reynsluaksturs á báðum stöðum.

„Kia Stinger er kraftmikill Gran Turismo sem fengið hefur mikla athygli fyrir sportlegt og glæsilegt útlit og mikið afl. Stinger er fjórhjóladrifinn og kraftmikil vélin skilar 370 hestöflum. Þetta er bíll sem keppir við þá öflugustu á markaðnum. Með Stinger setur Kia sér ný viðmið í hönnun og framleiðslu.

Kia Stonic er sportlegur jepplingur, fáanlegur með tvílitri yfirbyggingu og mögulegt er að velja litasamsetningu sem er löguð að smekk hvers og eins. Stonic er með hátt undir lægsta punkt sem eykur útsýni og aðgengi er þægilegt. Stonic er hlaðinn staðalbúnaði og má þar nefna AEB árekstrarvörn, 17‘‘ álfelgur, hita í stýri og sætum, bakkmyndavél og sjálfvirkri loftkælingu,“ segir í  tilkynningu.

mbl.is