Skipað að innkalla 774.000 bíla

Sendibíllinn Mercedes Benz Vito
Sendibíllinn Mercedes Benz Vito mbl.is/Golli

Þýsk stjórnvöld hafa gert bílrisanum Daimler að innkalla 774.000 bíla í Evrópu því í þeim mun vera að finna búnað sem til þess er fallinn að blekkja mælitæki vegna útblásturs frá vélum bílanna.

Hugbúnaðinn mun hafa verið þróaður með það í huga að fela losun skaðlegra efna- og efnasambanda á prófunum skoðunarstöðva.

Búnaður af þessu tagi var þungamiðjan í útblásturshneykslinu frá 2015 en þá var í ljós leitt, að Volkswagen hafði komið slíkum blekkingarbúnaði fyrir í 11 milljónum dísilbíla.

Af hinum innkölluðu bílum nú eru 238.000 í eigu Þjóðvega og af gerðinni Mercedes-Benz. Innköllunin nær fyrst og fremst til Vito-sendibíla og GLC jeppans og C-klasse stallbaksins, að sögn samgönguráðuneytisins í Berlín.

Meðal véla sem innköllunin nær til er 1,6 lítersútgáfan af 111 Euro 6 dísilvélinni en eins og heiti hennar bendir til uppfyllir hún nýjustu og ströngustu mengunarviðmiðanir Evrópusambandsins (ESB). Óljóst er hvar hún stendur hins vegar þegar blekkingarbúnaðurinn hefur verið fjarlægðu.

Þá eru þarna á meðal tveggja lítra vélar í fólksbílunum Mercedes C220d og GLC 220d.

mbl.is