Margir snúa baki við bílasýningum

Á Parísarsýningu forðum.
Á Parísarsýningu forðum.

Sænski bílsmiðurinn Volvo hefur ákveðið að taka ekki þátt í bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Þá afboðar hvert fyrirtækið af öðru þátttöku í Parísarsýningunni komandi haust.

Volvo hefur farið í auknum mæli inn á nýjar brautir í markaðssetningu og brúkað samfélagssíður á netinu mjög í því sambandi. Segja forsvarsmenn Volvo að þannig komist þeir nær væntanlegum kaupendum en á stórum bílasýningum.

Sænski bílsmiðurinn Volvo hefur ákveðið að taka ekki þátt í bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Þá afboðar hvert fyrirtækið af öðru þátttöku í Parísarsýningunni komandi haust.

Volvo er ekki eini bílsmiðurinn sem hefur ákveðið að draga sig út úr bílasýningum. Stórir bílsmiðir sátu heima þegar stærsta bílasýning Bandaríkjanna fór fram í Detroit í Michigan-ríki í janúar sl. Á næstu sýningu þar í borg, í janúar nk., er nú þegar ljóst að vanta muni Mercedes-Benz, BMW og Audi.

Þá verður Parísarsýningin eitthvað minni í sniðum í október en aðstandendur hennar höfðu gert sér vonir um. Þegar hafa Ford, Nissan og Infiniti afboðað komu sína. Hið sama er að segja um Fiat, Alfa Romeo, Jeep og Abarth sem segja að vegna gríðarlegs kostnaðar sé ekki hægt að réttlæta þátttöku í París.

Þá veltir sportbílasmiðurinn Maserati fyrir sér hvort hann sitji heima eða taki aðeins þátt í þeim hluta sýningarinnar er snýst um ofursportbíla. Lancia ætlar að sitja heima en aftur á móti mun Ferrari taka fullan þátt í sýningunni sem endranær.

Loks segist Volkswagen ætla að sitja heima þegar Parísarsýningin fer fram. Önnur merki samsteypunnar – Seat, Skoda, Porsche og Audi – munu styðjast við sameiginlegan sýningarbás. Eru afboðanir þessar áfall fyrir sýningarhaldara í París. Sýningin þar hefur farið fram annað hvert ár og verið sú stærsta í veröldinni hverju sinni.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: