Peugeot 208 á toppnum

Fyrstu fimm mánuði ársins er franski fólksbíllinn Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Danmörku.

Í öðru sæti á sölulistanum í ár er Nissan Qashqai og í þriðja sæti Volswagen Golf. Þar á eftir koma Renault Clio og VW Passat, en alls eru fimm Volkswagen-módel á lista yfir 11 söluhæstu bílana í Danmörku í ár.

Í maímánuði einum og sér jukust nýskráningar fólksbíla um 20% í Danaveldi. Voru skráningarplötur settar á 22.558 nýja bíla í maí og nam fjöldi slíkra bíla 98.233 frá áramótum til maíloka.

Þrátt fyrir hækkandi gjöld á bíla hefur danski meðalbíllinn stækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum.

Í fréttum frá Danmörku segir að góðviðri í maí hafi ýtt undir sölu á sportbílum. Hafi 40 Mazda MX-5 verið nýskráðir í mánuðinum, einnig 10 eintök af Porsche 911 og sex eintök af Mustang.

Með því að lögð hafa verið bílagjöld á nýja rafbíla frá áramótum hefur rafbílasala í Danmörku hrunið. Aðeins 406 slíkir hafa verið nýskráðir frá áramótum, flestir af gerðinni Renault Zoe.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: