Golf á toppnum 44 ár í röð

Volkswagen Golf situr fast á toppnum.
Volkswagen Golf situr fast á toppnum.

Einn er sá bíll sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra bíla í Evrópu hvað vinsældir varðar. Er þar um að ræða Volkswagen Golf, sem verið hefur söluhæsti fólksbíllinn í Evrópu 44 ár í röð.

Fyrstu fimm mánuði ársins, frá áramótum til maíloka seldust 242.740 eintök af Golf í Evrópu. Til marks um yfirburði þessa bíls seldist sá er í öðru sæti varð í um 80 þúsund færri eintökum á tímabilinu.

Er þar um að ræða annan bíl af stalli Volkswagen, eða VW Polo, sem selst hefur í 14 milljónum eintaka frá því hann kom fyrst á götuna. Núverandi kynslóð bílsins er sú sjötta og samtals hafa í ár verið nýskráð 161.157 eintök í Evrópu.  

Í tilviki Golf er um 8,1% aukningu fyrstu  fimm mánuðina miðað við sama tímabil í fyrra. Aftur á móti er um 3,6% samdrátt í sölu Polo að ræða.

Þriðji söluhæsti bíllinn í ár er  Renault Clio    sem fór í 160.952 eintökum til maíloka, sem er 0,3% aukning. Núverandi kynslóð Clio er sú fjórða frá því hann kom fyrst á götuna, eða 1990.

Í fjórða sæti er Ford Fiesta með 135.923 eintök, sem er 4%samdráttur frá í fyrra. Í fimmta sæti er Nissan Qashqai með 132.087 eintök, í sjötta sæti Skoda Octavia með 125.468 eintök, í sjöunda VW Tiguan með 125.298 eintök, í áttunda Ford Focus með 116.897 eintök, í níunda sæti Peugeto 208 með 112.998 eintök og í tíunda er Citroen 3 með 101.008 eintök.

Í fyrsta sinn í áratugi kemst ekkert Opel módel á lista yfir 10 söluhæstu bíla í Evrópu. Vantaði þó ekki mikið á því Corsa var í 11. sæti í lok maí með 98.204 eintök nýskráð. Fyrsti Fíat-bíllinn, 500, varð í aðeins 20. sæti með 81.111 eintök seld.

Dacia Sandero varð í 12. sæti með 96.757 bíla, Toyota Yaris í 13. sæti með 96.262 bíla, VW Passat í 14. með 94.641 bíla og Renault Captur í 15. með 93.586 bíla.
    

mbl.is