Fólksbílum fjölgar hratt

Á Íslandi er næstmestur fjöldi fólksbifreiða á hvern íbúa.
Á Íslandi er næstmestur fjöldi fólksbifreiða á hvern íbúa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðalfjöldi fólksbifreiða á hverja 1.000 einstaklinga hér á landi var meiri en í flestum löndum Evrópu árið 2016. Alls voru 240.508 fólksbifreiðar skráðar á Íslandi árið 2016, en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu var mannfjöldinn á sama tíma 338.349 manns.

Fjöldi fólksbifreiða á hverja 1.000 einstaklinga var því um 711. Alls munaði um 40 bifreiðum á Íslandi og Liechtenstein, þar sem fjöldinn var mestur. Lægstur var fjöldinn í Króatíu eða 261 bifreið.

Meðalfjöldi fólksbifreiða á hverja 1.000 einstaklinga í Evrópu árið 2016 var hins vegar 505, sem er ríflega 200 bifreiðum færra en á sama tíma á Íslandi. Alls voru 344.664 ökutæki á skrá á Íslandi árið 2016 eða rétt rúmlega eitt ökutæki á mann, að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um þróun bíleignar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina