Forysta Toyota ótvíræð

Söluhæsta bílmerki heims er Toyota.
Söluhæsta bílmerki heims er Toyota. AFP

Hvað einstök bílamerki varðar er Toyota það langsöluhæsta fyrri helming ársins. Í öðru sæti er Volkswagen-merkið og Ford í því þriðja.

Toyota seldi 4,38 milljónir bíla frá áramótum til júníloka, VW 3,52 milljónir og Ford 2,88 milljónir. Um er að ræða aukningu upp á 2,6% hjá Toyota, 6,3% hjá Volkswagen en 6,3% samdrátt hjá Ford.

Í fjórða sæti er Nissan með 2,44 milljónir seld eintök (+0,7%), í fimmta sæti Honda með 2,29 milljónir (+0,5%) og í sjötta  sæti Hyundai með 2,19 milljónir bíla sem er 5,0% aukning frá sama árshelmingi í fyrra.

Í sætum sjö til tíu á lista yfir söluhæstu einstöku bílmerkin eru Chevrolet með 2,01 milljón bíla (+5,1%), Kia með 1,45 milljónir (+8,6%), Renault með 1,38 milljónir (+3,6%) og Mercedes með 1,34 milljónir bíla (+6,0%).

Önnur merki með yfir milljón seldra bíla eru Peugeot með 1,11 milljón (+5,7%) og BMW tæplega 1,07 milljónir (+,6%).

Það bílamerki sem jókst mest var Geely hið kínverska sem varð í 19. sæti með 718.000 bíla sem er 32,8% frá því árið áður.

mbl.is