Hjólið fundið upp aftur

Hjólið getur haft mismunandi lögun og tekur innan við tvær …
Hjólið getur haft mismunandi lögun og tekur innan við tvær sekúndur að skipta á ham á ferð.

Sagt er á góðum stundum að búið sé að finna upp hjólið, engin þörf sé á að reyna upp á nýtt. Starfsmenn rannsóknarstofnunar bandaríska heraflans (DARPA) er þessu ekki sammála.

Þar á bæ hefur verið þróað nýtt 20 tommu hjól sem er þeirrar náttúru að að breyta lögun sinni eftir óskum ökumanns og aðstæðum sem ekið er í.

Þannig verður dekkið annars vegar hringlótt eins og venjulegt bíldekk og hins vegar fær það þríhyrningslögun og virkar eins og bíll á beltum. Hringlaga hjólið býður upp á  meiri hraða á hörðu og sléttu yfirborði, en beltalögunin á mjúku undirlagi.  

Það mun ekki taka nema tvær sekúndur að breyta ham hins svonefnda RWT-hjóls úr hjóli í skriðbelti og það á ferð.    

mbl.is