Blessaður bíllinn - ljósmyndakeppni

Fallegur Maybach í góða veðrinu, í eftirminnilegum reynsluakstri um Bretland.
Fallegur Maybach í góða veðrinu, í eftirminnilegum reynsluakstri um Bretland. mbl.is/Ásgeir Ingvarsson

Bíllinn er mergjað fyrirbæri. Hann veitir okkur frelsi, léttir amstur daglegs lífs og flytur ökumann og farþega á vit ævintýranna. Stundum eru það fagrar útlínurnar sem hrífa, eða krafturinn í vélinni, ellegar getan til að geta komist hvert á land sem er hratt og örugglega.

Öll eigum við dýrmætar minningar tengdar bílum, hvort heldur úr skemmtilegum bíltúrum, á fleygiferð eftir breiðum og auðum vegum eða af kossaflensi í aftursætinu.

Bílablaðið efnir til ljósmyndasamkeppni til að fagna bílaástríðu Íslendinga

Toyota á Íslandi gefur aðalverðlaun keppninnar: ferð fyrir tvo á bílasýninguna í Genf í mars.

Svona fer keppnin fram:

  • Fyrst verður haldin forkeppni í fjórum umferðum: í ágúst, september, október og nóvember
  • Kosning fer fram á Facebook-síðu Bílablaðs Morgunblaðsins: Facebook.com/bilafrettir og höfundar þeirra þriggja mynda sem fá flest „like“ í hverjum mánuði fá veglega gjafakörfu
  • Þær tíu myndir sem fá flest „like“ í hverjum mánuði fara í hóp úrvalsmynda sem lagðar verða fyrir sérstaka dómnefnd sem velur bestu ljósmyndina í desember
  • Höfundur bestu ljósmyndarinnar fær í verðlaun ferð fyrir tvo á alþjóðlegu bílasýninguna í Genf í mars næstkomandi

Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara:

  • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is
  • Frestur til að skila inn myndum í keppni ágústmánaðar er til kl. 23:59 föstudaginn 17. ágúst
  • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn.
  • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu
  • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði

Nánari skilmálar:

  • Bílablað Morgunblaðsins áskilur sér rétt til endurbirta, án endurgjalds, þær myndir sem berast í keppnina
  • Starfsmönnum Árvakurs og fjölskyldum þeirra er ekki heimilt að taka þátt í keppninni
  • Blaðið áskilur sér rétt til að hafna öllum innsendum myndum
mbl.is