Taycan EV verður snarpur

Porsche mission E hugmyndabíllinn, en Taycan mun á honum byggður.
Porsche mission E hugmyndabíllinn, en Taycan mun á honum byggður.

Porsche veitti í vikulokin frekari innsýn í þróun væntanlegs Taycan rafsportbílsins og hefur þar á meðal ljóstrað upp að hann verði aðeins 3,5 sekúndur í hundraðið úr kyrrstöðu.

Í sjálfu sér setur sú hröðun engin met en Porsche mun leggja áherslu á að þessi fyrsti rafbíll fyrirtækisins hegði sér sem næst því sem bíll með brunavél. Því mun haldið aftur af hröðunargleði eigenda með sjálfvirkum stafrænum búnaði.

Búist er  við að á næsta ári ljúki þróun bílsins og hann verði þá kominn í endanlegt smíðaform.

Taycan með tvo rafmótora, sinn á hvorum öxlinum, er skila munu á sjötta hundrað hestöflum niður til hjólanna. Markmiðið er að drægi bílsins verði um 500 kílómetrar samkvæmt nýjustu evrópsku mæliviðmiðum.

Með nýjum 800 volta hleðslutækjum Porsche ætti ekki að taka nema stundarfjórðung, 15 mínútur, að hlaða geymana til 400 kílómetra aksturs.

mbl.is