Marga vantar í París

Frá Parísarsýningunni árið 1946.
Frá Parísarsýningunni árið 1946.

Bílasýningin alþjóðlega í París hefst í byrjun október og vekur athygli að margir af fremstu bílsmiðum heims sitja heima að þessu sinni.

Sýningin, Mondial de l'Automobile, er jafnan sú stærsta í heiminum og hefur farið fram annað hvert ár.

Láta mun nærri að fyrirtæki sem framleiða um 40% seldra bíla í Evrópu í ár mæti ekki til leiks, að sögn fagritsins Automotive News.

Í þeim hópi eru Volkswagen, Ford, Opel, Nissan, Fiat, Jeep, Volvo, Mitsubishi og Mazda. Ennfremur hafa afaþakkað boð um þátttöku lúxusmerkin Bentley, Aston Martin, Rolls-Royce og McLaren.

mbl.is