Audi á ágústspretti

Audi er í mikilli uppsveiflu.
Audi er í mikilli uppsveiflu. mbl.is/Árni Sæberg

Þýski úrvalsbílaframleiðandinn Audi hefur verið í uppsveiflu undanfarið og í nýliðnum ágústmánuði jók hann sölu sína um 11%, miðað við ágúst í fyrra.

Með öðrum orðum voru 153.900 Audibílar nýskráðir í mánuðinum. Mest var aukningin í Evrópu, 21,5%, og er það rakið til tilkomu nýrra viðmiða, WLTP, um orkunotkun bíla.

Í Norður-Ameríku nam aukningin í ágúst 5,1% og í Kína 6,0%. Á sama tíma dróst saman sala stærsta lúxusbílaframleiðandans, Mercedes, saman um 8,5%.

mbl.is