Nýju WLTP viðmiðin knýja söluna

Gríðarleg aukning hefur orðið í bílasölu í  Evrópu í júlí og ágúst í sumar. Nam aukningin 10,5% í júlí en síðan 31,2% í ágúst.

Nærtækasta skýringin á þessu, segja samtök evrópskra bílgreinafyrirtækja (ACEA), vera tilkomu hinna nýju mælinga á eldsneytis- og orkunotkun nýrra bíla (WLTP). Komu þau til  framkvæmda 1. september sl.

Í júlí voru nær 1,3 milljónir bíla nýskráðar og átti aukningin sér stað í flestum markaðslöndum Evrópu. Nam hún 19,3% á Spáni, 18,9% í Frakklandi, 12,3% í Þýskalandi, Ítalíu 4,7% og 1,2% í Bretlandi.

Ágúst er jafnan slakasti bílasölumánuður ársins en veruleg breyting varð þar á í ár. Voru nýskráðir bílar samtals rúmlega 1,1 milljón. Í fimm stærstu löndum Evrópu dróst salan saman um 5,8% í Þýskalandi og 2,8% á Ítalíu miðað við ágúst í fyrra. Söluaukning varð hins vegar á Spáni (7,2%) , Bretlandi (3,4%) og 0,1% í Frakklandi.

Fyrstu átta mánuði ársins 2018 jukust nýskráningar um 6,1% miðað við sama tímabil í fyrra og nam 10,8 milljónum eintaka. Hlutfallslega var aukningin mest á Spáni af stærstu löndunum, eða 14,6%. Í Frakklandi var aukningin 8,9%, í Þýskalandi 6,4% ena á Ítalíu varð 0,1% samdráttur á tímabilinu og 4,2% samdráttur í Bretlandi.

mbl.is