Rafmagns-jeppi og sportbíll í vændum hjá Porsche

Inann skamms ættu allar gerðir Porsche-bíla að vera fáanlegar með …
Inann skamms ættu allar gerðir Porsche-bíla að vera fáanlegar með rafmagns-aflrás

Þýski bílaframleiðandinn Porsche vinnur núna hörðum höndum að undirbúningi komu Taycan-rafbílsins sem frumsýndur verður snemma á næsta ári. Eru þó enn fleiri rafmagnsbílar væntanlegir frá Porsche, ef marka má ummæli fjármálastjóra fyrirtækisins í síðustu viku.

Lutz Meschke tjáði blaðamönnum á samkomu í Þýskalandi að rafvæddur sportjeppi mundi líta dagsins ljós ekki seinna en 2022 og að „Boxter og Cayman gætu hentað fyrir rafvæðingu.“

Að sögn bílafréttavefsins Autocar eru töluverðar líkur á að rafjeppi Porsche verði á stærð við Cayenne og gæti keppt við bíla á borð við Tesla Model X. Er nýjasta kynslóð Cayenne þó ekki nema árs gömul og hefði undir venjulegum kringumstæðum ekki verið endurnýjuð fyrr en 2024-25. Gæti Porsche mögulega komið rafmagnsjeppa fyrr á markað ef byggt yrði á grunni Macan sem ætti að vera tímabært að endurnýja í kringum 2021. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: