Átta ný módel fyrir árslok 2020

Opel Grandland X.
Opel Grandland X.

Opel ætlar að hrinda úr vör átta nýjum eða mjög endurnýjuðum bílamódelum fyrir árslok 2020.

Til að mæta þörfum neytenda og standast kvaðir nýjustu krafna um losun gróðurhúsalofts hefur Opel ákveðið að hætta sölu blæjubílsins Buick Cascada, borgarbílinn Adam og jeppann Karl frá og með árslokum 2019.

Opel hefur sett sér framleiðslu- og sölustefnu undir heitinu „PACE!“ sem ætlað er að tryggja sjálfbærni og söluhagnað í framtíðinni, bæði fyrir fyrirtækið sjálft og umboðsfyrirtæki þeirra um allar jarðir.

Samkvæmt PACE! áætluninni skuldbindur Opel sig til að koma á markað með að minnsta kosti eitt nýtt módel árlega. Á næsta ári einu og sér, 2019, mun Opel hleypa úr vör nýrri kynslóð Corsa og arftaka hins vinsæla Vivaro, bæði í útgáfu farþegabíls og atvinnubíls.

Til að mæta kröfum um losun úrgangsefna verður smíði Opel Adam og Karl hætt á næsta ári en þeir verða seldir út árið 2019.

Undir árslok 2020 verða í framleiðslu hjá Opel fjögur rafbílamódel. Þegar árið 2024 rennur upp munu allir bílar Opel bjóðast í rafútgáfu.

mbl.is