Sala á bifreiðum á pari við sölu árið 2016

Bílasalan í ár er ögn minni en í fyrra.
Bílasalan í ár er ögn minni en í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“

Þetta segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í Morgunblaðinu  í dag. Hún segir að ef skoðaðar séu tölur frá 1. janúar til 30. september 2016 og tölur frá sama tímabili 2018 sé sala bifreiða á pari við 2016. Árið 2017 var síðan stærsta árið í bílasölu á Íslandi.

„Ef við tökum sölu nýskráðra bifreiða 2017 og nú árið 2018, frá 1. janúar til dagsins í dag sjáum við 15,3% samdrátt. En það verður að taka með í reikninginn að það vantar inn í töluna 12 daga sem gerir það að verkum að samdrátturinn verður hugsanlega í kringum 13%,“ segir María. Hún er ekki sammála því að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu þrjár til fjórar vikurnar, eins og fram kom í viðtali við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, í Morgunblaðinu 18. október síðastliðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: