Danskur rafbíll kom á óvart

Hjólin eru nokkuð útstæð á danska rafbílnum SIN.
Hjólin eru nokkuð útstæð á danska rafbílnum SIN.

Danir komu á óvart á rafeindatækjasýningu sem nú stendur yfir í Sjanghai í Kína. Sýndu þar rafbíl sem Biomega-fyrirtækið er að smíða í samstarfi við þekkta hönnuði.

Bíllinn þykir framúrstefnulegur í meira lagi en meðal skapara hans eru hönnuðir að nafni Ross Lovegrove og Marc Newson. Þeir hafa báðir komið áður við sögu bílhönnunar. Að auki áttu nokkrir danskir hönnuðir aðild að samstarfinu.

Hermt er að smíði danska bílsins, sem nefndur hefur verið SIN, sé kostuð  af fjárfestum í Hong Kong. Þróunarbíllinn bendir til að SIN verði fjögurra dyra, með sæti fyrir fjóra og knúinn áfram af fjórum sjálfstæðum rafmótorum, einum við hvert hjóla bílsins.

Gefið er upp að aflrásin sé 82 hestafla og hámarkshraði 130 km/klst. Tekur það bílinn 13 sekúndur að komast í hundraðið úr kyrrstöðu og að drægi hans verði um 160 km.

Til að létta bílinn sem mest verða koltrefjaefni og ál megin byggingarefni hans. Reiknað er með að tómaþunginn verði um 900 kíló, þar af eru rafgeymarnir 200 kíló.

Fyrirkomulag  rafrásarinnar er athyglisvert að því leyti að taka má annan rafgeymirinn úr ef notkunarþörf bílsins krefur. Heildargeta geymana er 20 kWh en þeir eru annars vegar 14 kWh og 6 kWh.

Áþessu stigi er áætlað að verð SIN verði um 20.000 evrur. Ekkert hefur verið látið uppi um hvenær hans sé að vænta á götuna.

SIN er hugsaður fyrst og fremst út frá praktísku notagildi.
SIN er hugsaður fyrst og fremst út frá praktísku notagildi.
SIN er hugsaður fyrst og fremst út frá praktísku notagildi.
SIN er hugsaður fyrst og fremst út frá praktísku notagildi.
SIN er hugsaður fyrst og fremst út frá praktísku notagildi.
SIN er hugsaður fyrst og fremst út frá praktísku notagildi.
mbl.is