Brimborg með þrjá tilnefndra

Citroen C5 Aircross er tilnefndur sem heimsbíll ársins 2019.
Citroen C5 Aircross er tilnefndur sem heimsbíll ársins 2019.

Þrír bílar af vörumerkjum Brimborgar eru komnir í úrslit vals „Bíls ársins 2019“, en birt verður 4. mars nk. í Genf hvaða bíll hreppir þessa æðstu bílaviðurkenningu heims.

Bílar Brimborgar eru Citroen C5 Aircross, Ford Focus og Peugeot 508. Hinir fjórir sem, komust í úrslitakeppnina eru Alpine A110, Jaguar I-Pace, Kia Ceed, Mercedes-Benz A-class og Peugeot 508.

„Það er mikill heiður að fá þessa tilnefningu enda um virt verðlaun að ræða,“ segir á heimasíðu Brimborgar. Citroën C5 Aircross og Peugeot 508 eru frá frönsku bílasamsteypunni PSA Group. Sá fyrrnefndi er væntanlegur til Íslands í upphafi næsta árs. Hönnun hans þykir afburða velheppnuð. Citroën C5 Aircross er útbúinn stærsta skotti í sínum flokki frá 580 til 720 l. 

Nýr Peugeot 508 verður frumsýndur hjá Brimborg í janúar.  „Nýr Peugeot 508 er sannkallaður lúxusbíll sem gerir engar málamiðlanir í hönnun og gæðum og er búinn nýjustu tækni þannig að hver ökuferð verður einstök upplifun. Stíll Peugeot 508 er fágaður og stílhreinn. Hann er sportlegur og einstaklega glæsilegur. Útlínur hans, nýr framendi - ljós og grill undirstika nýsköpun og djarfa útlitsbreytingu,“ segir á heimasíðu umboðsins.

Nýr Ford Focus er aftur á móti kominn í hús hjá Brimborg og er að finna í sýningarsölum fyrirtækisins í Reykjavík og Akureyri. Hann hefur hlotið góða dóma um heim allan. agas@mbl.is

Peugeot 508 er tilnefndur sem heimsbíll ársins 2019.
Peugeot 508 er tilnefndur sem heimsbíll ársins 2019.
Ford Focus er tilnefndur sem heimsbíll ársins 2019.
Ford Focus er tilnefndur sem heimsbíll ársins 2019.
mbl.is