Dröslaði of stóru jólatrénu heim

Jólatréð alltofstóra var bundið niður á sendibílinn.
Jólatréð alltofstóra var bundið niður á sendibílinn.

Breska lögreglan hefur af gefnu tilefni orðið að biðja ökumenn um að ógna ekki umferðaröryggi og fleiru nú í aðdraganda jóla.

Hún þótti nefnilega heldur ógeðfeld sjónin sem blasti við mörgum á A38-þjóveginum skammt frá Plymouth af sendibíl með risastórt jólatré sem bundið hafði verið niður á bílinn en dróst engu að síður að hluta til eftir veginum.

Hraðamyndavélar „gómuðu“ bílstjórann og dreifði lögreglan myndum af honum öðrum til viðvörunar um að framgöngumáti sem þessi yrði ekki umborinn. Lögreglan sagði að bíllinn hafi ekki verið nógu stór til þessara flutninga og því ekki ógnað bara eigin öryggi heldur og annarra vegfarenda líka.

Hafi bifreiðin augljóslega verið bæði ofhlaðin og ranghlaðin sem sé brot á umferðarreglum er varði 100 punda sekt.

mbl.is