Þróar rafknúinn böggí

Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.
Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.

Hinn klassíski baðstrandabíll er að ganga í endurnýjun lífdaga. Er Volkswagen með einn slíkan „til raunverulegrar skoðunar“, en hann yrði byggður upp af MEB-einingaundirvagninum.

Meyer Manx strandbíllinn endurlífgaði yrði tveggja sæta rafbíll með sömu aflrás og ID hlaðbakurinn sem til sögunnar kemur á næsta ári. Er að því stefnt að sýna hann á bílasýningunni í Genf í mars nk.

Verið er að smíða þróunareintök í rannsóknar- og þróunarmiðstöð VW í Braunschweig í Þýskalandi. Honum er lýst sem nútímalegri túlkun á hinum upphaflega Manx-buggí sem var með vélina afturí.

Um er að ræða topplausan bíl með lágum botni, sjálfstandandi framrúðu, sterklegri veltibúri og stórum hjólum. Til skoðunar er að bæta honum við línu mengunarfrírra svonefndra ID-bíla. Fyrstan í þeirri röð frumsýnir VW framannefndan hlaðbak á þriðja fjórðungi næsta árs, 2019, samkvæmt áætlunum.
   
Breska bílablaðið Autocar hefur eftir heimildarmanni hjá Volkswagen að strandarbíllinn sé meðal þriggja bílamódela sem  fyrirmynd er sótt að í eldri módel. Auk hans er um að ræða „brauðið“ Buzz og nýjan fimm dyra hlaðbak sem leynd hvílir yfir en er þó lýst sem endursköpun Bjöllunnar.

Upphaflegi Manx-strandbíllinn var smíðaður til kappaksturs í sandauðnum og var hönnuður hans Bruce Meyers. Hann var framleiddur á árunum 1964 til 1971 og seldur ósamsettur; það kom í hlut kaupenda að setja hann saman eftir leiðbeiningum sem fylgdu í partapakkanum. Hann var ögn styttri en Bjallan á þeim tíma.

Retróbíllinn nýi, VW Buzz.
Retróbíllinn nýi, VW Buzz.
Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.
Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.
mbl.is