Hrár og nakinn ofurbíll Regera

Hinn „nakti“ ofurbíll Regera frá Koenigsegg.
Hinn „nakti“ ofurbíll Regera frá Koenigsegg.

Sagt er að það valdi hvað undir sé hver getan er og segja má að það eigi við um nýjan ofurfák úr bílsmiðju KNC Koenigsegg, Regera. En fyrir hvað stendur KNC?

Jú, það stendur fyrir „naktar koltrefjar Koenigsegg“ og er aðferð bílsmiðjunnar til að sýna fram á, að fegurðin nær niður fyrir hörundið.

Koltrefjaefni er engin nýlunda í smíði ofurbíla. Frumherjinn var Pagani sem mótaði listræna bíla fyrir um tveimur áratugum, þar sem fullkomlega samhverfar plötur með bylgjuformi römmuðu Zonda-bílinn inn.

Regera er nýjasti ofurbíllinn sem „berar“ smíði sína fyrir allra augum. Er hann vitnisburður fyrir hversu ör og mikil þróunin hefur verið í notkun koltrefja við bílsmíði frá því efni þetta var fyrst notað í götubíl fyrir um þrjátíu árum. Fágun lögunarinnar sem hægt er að móta og hin fullkomna samhverfa er algjört augnakonfekt.

„KNC tekur hugmyndina um sýnilegar koltrefjar á allt annað svið; afhjúpar fegurðarljóma og silkimjúka áferð þeirra á æðra plan,“ segir Christian Koenigsegg eigandi og forstjóri samnefndar bílsmiðju í Svíþjóð. „Okkar stefna hefur alltaf verið að kanna ystu mörk. Það er frábært að geta yfirfært þá hugmynd yfir á lokafrágang bíls.“

Hinn „nakti“ ofurbíll Regera frá Koenigsegg.
Hinn „nakti“ ofurbíll Regera frá Koenigsegg.
Hinn „nakti“ ofurbíll Regera frá Koenigsegg.
Hinn „nakti“ ofurbíll Regera frá Koenigsegg.
mbl.is