Nýskráningum fækkaði um 14,8%

Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla eftir umboðum, samkvæmt upplýsingum frá …
Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla eftir umboðum, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

Á nýliðnu ári, 2018, voru í heild nýskráðir 19.880 fólks- og sendibílar, 14,8% færri en 2017 þegar þeir voru 23.337.

Desember var í rólegri kantinum miðað við sama mánuð 2017 þegar 1.059 fólks- og
sendibílar voru nýskráðir samanborið við 576 í nýliðnum desember.

Af þeim sem nýskráðir voru á liðnu ári voru 5.618 af merkjum frá BL og jók fyrirtækið hlutdeild sína á markaði fyrir fólks- og sendibíla um hálft prósentustig í 28,3%, að því er fram kemur í tilkynningu. Er skerfur BL stærri en annarra umboða

Meirihluti fólks kaupir jeppling

BL seldi 551 eintak af Dacia Duster jepplingnum árið 2018.
BL seldi 551 eintak af Dacia Duster jepplingnum árið 2018.


„Þegar litið er til þróunar markaðarins í heild sl. sex ár er áhugavert að sjá hversu mjög
jepplingar/sportjeppar hafa aukið hlutdeild sína á árunum frá 2013. Það er í samræmi við
almenna þróun á heimsmarkaði. Hér á landi er hlutdeildin nú orðin hátt í helmingur, eða
48% og er raunar enn meiri eða 56% sé einungis litið til kaupa einstaklinga. Af fimmtán
söluhæstum bílgerðunum 2018 voru sex jepplingar og var Dacia Duster þar á meðal með 551
bíl og Qashqai, vinsælasti jepplingurinn í Evrópu, með 360, segir í tilkynningu.

Í desember voru 130 bílaleigubílar nýskráðir borið saman við 279 í sama mánuði 2017. Í
heild voru 7.039 bílaleigubílar nýskráðir á árinu rétt rúmum 18% færri en 2017.

mbl.is