Gestir gerðu góðan róm að Rexton

Fjölmenni var á frumsýningu SsangYong Rexton hjá Bílabúð Benna á …
Fjölmenni var á frumsýningu SsangYong Rexton hjá Bílabúð Benna á laugardaginn

Fjölmenni lagði leið sína í sýningarsal Bílabúðar Benna á Krókhálsinum laugardaginn var og  kynnti sér nýja SsangYong Rexton jeppa. Þar kom áhuga um jeppa saman á sama tíma og vetur konungur minnti á sig utandyra.

„Eftirvæntingin var mikil, enda vorum við að sýna jeppa sem sigraði í hörku samkeppni við þekktustu nöfnin á markaðnum,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna, en bílnum hlotnaðist nýverið sú viðurkenning tímaritsins 4x4, að vera útnefndur fjórhjóladrifni bíll ársins.

„Rexton er einn fárra jeppa í dag sem er byggður á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. Þar með er sannarlega ekki allt upp talið því að Rexton er hlaðinn tæknibúnaði og þægindum sem láta mun dýrari jeppa blikna í samanburði,“ segir Gestur í tilkynningu.

„Það mátti heyra á frumsýningargestum okkar að þeir voru sammála bílagagnrýnendum um að Rexton væri stórglæsilegur, jafnt utan sem innan. Rýmið kom líka mörgum á óvart, enda má segja að Rexton feli stærðina, en vel fer um 7 manns í bílnum. Þá vekur athygli að dráttargetan er heil þrjú tonn og svo fór verðið líka sérlega vel í fólk,“ segir Gestur.

Nokkrir notuðu tækifærið til að festa sér bíl á staðnum. „Við getum því ekki annað en verið ánægð með viðtökurnar,“ segir Gestur.

Gestir Bílabúðar Benna geðu góðan róm að SsangYong Rexton.
Gestir Bílabúðar Benna geðu góðan róm að SsangYong Rexton.
mbl.is