Urus drífur upp sölu Lamborghini

Laborghini Urus með Lómagnúp í bakgrunni. Bíllinn var kynntur evrópskum …
Laborghini Urus með Lómagnúp í bakgrunni. Bíllinn var kynntur evrópskum blaðamönnum á Íslandi sl. haust.

Urus-jeppinn nýi, sem kynntur var evrópskum blaðamönnum á Íslandi síðastliðið haust, hefur reynst gullmoli fyrir ítalska sportbílasmiðinn Lamborghini.

Framlag hans varð til að auka sölu Lamborghini á árinu 2018 en ekki aðeins það, heldur má til hans rekja 46% af 51% söluaukningu Lamborghini á liðnu ári.

Það tók Lamborghini 15 ár að skoða það sem Porsche gerði á sínum tíma með Cayenne-jeppann og ákveða sig í að smíða sinn eigin jeppa. Niðurstaðan varð að slíkur bíll gæti verið lykillinn að söluaukningu og góðri afkomu.

Sendi Lamborghini loks lúxussportjeppann Urus á markað í fyrra og hefur hann staðið undir öllum væntingum sem til hans voru gerðar og gott betur. Þótt hann kæmi ekki á markað fyrr en á miðju ári seldust 1.762 eintök af honum 2018.

Á þessu hálfa ári seldist Urus til að mynda betur en hinn öflugi sportbíll Lamborghini Aventador sem fór í 1.209 eintökum allt árið. Sömuleiðis seldist hann betur en sportbíllinn Huracan þá mánuði sem hann var á markaði.

Allt þykir benda til að Urus verði söluhæsti bíll Lamborghini á nýhöfnu ári og mjólkurkýr fyrirtækisins. Því er spáð að heildarsalan í ár fari úr 5.750 eintökum í eitthvað rúmlega 7.000 bíla.

Á nýliðnu ári jók Lamborghini sölu um 69% í Evrópu, 46% í Bandaríkjunum og 30% í Asíu. Stærstu markaðir ítalska sportbílasmiðsins eru í Bandaríkjunum og Bretlandi.

agas@mbl.is

Urus á ferð á Íslandi sl. haust en þar var …
Urus á ferð á Íslandi sl. haust en þar var hann kynntur evrópskum bílablaðamönnum.
Urus á ferð í torleiði á Íslandi sl. haust en …
Urus á ferð í torleiði á Íslandi sl. haust en þar var hann kynntur evrópskum bílablaðamönnum.
Urus á ferð á Íslandi sl. haust en þar var …
Urus á ferð á Íslandi sl. haust en þar var hann kynntur evrópskum bílablaðamönnum.
Urus á ferð við Jökulsárlón sl. haust er hann var …
Urus á ferð við Jökulsárlón sl. haust er hann var kynntur evrópskum bílablaðamönnum á Íslandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: