Cadillac verður helsti rafbíll GM

Þróunarrafbíll Cadillac sver sig í ætt við stallbræður sína.
Þróunarrafbíll Cadillac sver sig í ætt við stallbræður sína.

Bandaríski glæsibíllinn Cadillac verður kyndilberi rafbílavæðingar smíðisflota General Motors (GM).

Verður Cadillac fyrsti bíllinn í nýrri rafbílalínu GM en ekki var getið frekar um hann frá bíltæknilegu sjónarhorni í upplýsingaskýrslu fyrir fjárfesta.

Þó sagði þar að í boði yrði bíll ýmist með drif á framhjólum eða afturhjólum og einnig með drif á öllum fjórum. Munu rafgeymarnir sömuleiðis bjóðast í ýmsum stærðum, allt eftir óskum hvers og eins kaupanda um afl.

Reuters-fréttastofan segir að raf-kádiljákurinn verði byggður upp af sveigjanlegum undirvagni sem bjóði upp á mismunandi yfirbyggingar.

GM hefur stefnt að því að koma með nýju rafbílalínuna á markað frá og með árinu 2021. Að minnsta kosti níu rafbílar verða byggðir upp af sveigjanlegum eininga-undirvagninum, meðal annars sjö sæta lúxusjeppi, jepplingur af minni gerðinni.

Mary Barra, forstjóri GM, vill að rafbílasala bandaríska bílrisans verði komin í eina milljón eintaka á ári frá og með 2026. Horfir fyrirtækið í því markmiði sérstaklega til Kínamarkaðar. agas@mbl.is

Tengiltvinnbíllinn Cadillac CT6 í Berlín.
Tengiltvinnbíllinn Cadillac CT6 í Berlín.
Þróunarrafbíll Cadillac sver sig í ætt við stallbræður sína.
Þróunarrafbíll Cadillac sver sig í ætt við stallbræður sína.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: