Renault söluhæsta merkið

Renault Clio var söluhæsta módelið í Frakklandi 2018.
Renault Clio var söluhæsta módelið í Frakklandi 2018.

Árið 2018 var sérlega hagstætt franska bílaframleiðandanum Renault á heimamarkaði sínum
því árið skilaði meiri sölu á fólksbílum og léttum sendibílum en orðið hefur í átta ár.

Nemur aukningin frá 2010 tæpum sextán þúsund bílum og 2,5% aukningu í hlutdeild. Er
markaðshlutdeild Renault á frönskum sendibílamarkaði nú rúmlega 26%. Alls seldi Renault
689.788 fólksbíla og létta sendibíla í Frakklandi 2018, 406.228 fólksbíla og 283.560 sendibíla.

Clio söluhæstur

Renault hélt sæti sínu sem mest selda fólks- og sendibílategundin í Frakklandi á síðasta ári.
Níunda árið í röð var Clio mest seldi fólksbíllinn og voru rúmlega 123.600 seldir á árinu.
Captur og Twingo eru í 6. og 10. sæti yfir söluhæstu bílana og jókst sala Twingo um tæp 19%.

Enginn skákar Zoe

Zoe er sem fyrr söluhæsti rafbíllinn í Frakklandi. Alls voru seldir rúmlega 17 þúsund bílar þar
á árinu, 11,8% fleiri en 2017. Hlutdeild Zoe á franska rafbílamarkaðnum er nú um 54,9% og
má geta þess að salan á bílnum jókst á síðasta ársfjórðungi um rúm 93%.

Sendibílarnir rjúka út

Sala á léttum sendibílum Renault jókst um 4,7% í Frakklandi á síðasta ári. Renault leiðir
söluna með um 31% hlutdeild og voru Kangoo, Master, Clio og Trafic fjórir mest seldu
sendibílarnir 2018. Rafknúni sendibíllinn Kangoo Z.E. er sá mest seldi í sínum flokki með
51,5% hlutdeild. Einnig eru rafbílarnir Master Z.E. og Zoe með afar sterka hlutdeild í flokki
atvinnubíla.

mbl.is