Bestu forstjórabílarnir 2019

Forstjórar myndu sóma sér vel í BMW 5 seríunni. Þeir …
Forstjórar myndu sóma sér vel í BMW 5 seríunni. Þeir hafa reyndar úr úrvali úrvals- og lúxusbíla að velja.

Sé komið að því að endurnýja forstjórabílinn en valið reynist erfitt þá hefur bílaritið Autoexpress auðveldað valið – eða a.m.k. þrengt valið, til hægðarauka fyrir fyrirtækjastjórnendur.

Þeim hefur fjölgað bílunum sem fella mætti í flokk forstjórabíla, en úr honum er nú til dags úr mörgum eðalbílum að velja. Þessir bílar hafa fengið önnur og fleiri hlutverk akstursþjónustu en flytja forstjóra stórfyrirtækja milli staða.

Ef farið er aldarfjórðung aftur í tímann var auðveldara að flokka forstjórabíla úr bílaframboðinu. Þá stóðu til boða bílar þriggja þýskra bílsmiða, Audi, BMW eða Mercedes, í mismunandi stærðum. Audi bauð A4 og A6, BMW 3 og 5 seríurnar og Mercedes C-Class og E-Class. Þar til viðbótar mátti telja Jaguar og Volvo.

Þýsku merkin eru áfram drottnandi en línur hafa að öðru leyti hulist móðu. Fleiri bílsmiðir en nokkru sinni bjóða upp á stóra lúxusvagna og hlaðbaka sem bjóða upp á „forstjóraþægindi“ og mikla fágun. Þar má nefna sem dæmi Peugeot 508, Volkswagen Passat, Vauxhall Insignia Grand Sport og Skoda Superb. Allt úrvalsbílar án þess þó að bera lúxusstimpilinn. Þar við bætist Jaguar og Volvo. Lexus og Infiniti sæki svo á og einnig Alfa Romeo.

Hér hefur ekki verið minnst á jeppa og jepplinga sem margir hverjir bjóða upp á ríkulegan lúxus.

Tímaritið Autoexpress hefur tekið sér fyrir hendur að útnefna 10 bíla sem bestu forstjórabílana til að kaupa á nýbyrjuðu árinu 2019. Listi ritsins er hvorki réttari eða rangari en annarra blaða, en hann er svohljóðandi:

1. BMW 5 serían

2. Mercedes C-Class

3. Jaguar XE

4. Volvo S90

5. Mercedes E-Class

6. Alfa Romeo Giulia

7. Audi A6

8. BMW 3 serían

9. Jaguar XF

10. Tesla Model S

agas@mbl.is

Jaguar XE er eftirsóttur forstjórabíll.
Jaguar XE er eftirsóttur forstjórabíll.
Forstjórar myndu sóma sér vel í BMW 5 seríunni. Þeir …
Forstjórar myndu sóma sér vel í BMW 5 seríunni. Þeir hafa reyndar úr úrvali úrvals- og lúxusbíla að velja.
Mercedes-Benz C-Class.
Mercedes-Benz C-Class.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: