74.297 Lödur

Lada Niva af árgerðinni 1987.
Lada Niva af árgerðinni 1987.

Frakkar  keyptu á sínum tíma heilmikið af Lada-bílum frá Rússlandi en þeir voru ódýrir og nýttust m.a. við  landbúnaðarstörf.

Það voru þó alls ekki einungis bændur sem keyptu Lödu, heldur í raun allur almenningur. Hið sama átti við á Íslandi en þar eru gamlar Lödur orðnar afar sjaldséðar, miðað við það sem áður var.

Um nýliðin áramót voru enn 74.297 Lödur á frönsku bifreiðaskránni. Þar af Niva (öðru nafni Lada Sport) í 32.190 eintökum, Samara 24.662 og 2104/2105 og 2107 bílafjölskyldan í 14.952 eintökum. Þessi þrjú módel eru 96,6% allra Ladabíla á skrá en afgangurinn er 1182 eintök af módelunum 110/111/112 og 943 Sagona  

Franski bílsmiðurinn Renault tók við stjórn rússneska bílsmiðsins árið 2014.

mbl.is