Subaru besti endursölubíllinn í sínum flokki

Subaru Crosstrek XV.
Subaru Crosstrek XV.

Þrjár gerðir Subaru eru að mati Kelley Blue Book í Bandaríkjunum bestu endursölubílarnir, hver í sínum gerðarflokki, samkvæmt nýrri skýrslu fyrir árið 2019. Þetta eru Subaru Legacy Sedan, Outback og Crosstrek. Til upplýsingar er evrópska heiti Crosstrek XV.

Þetta er í fjórða sinn sem Kelley Blue Book útnefnir notaða Subaru Legacy og Outback bestu endursölubílana í sínum flokki á Bandaríkjamarkaði. Hafa engar bílgerðir aðrar hlotið þau jafn oft í 17 ára sögu Kelley Blue Book Best Resale Value Awards.

Auk þessara fyrstu verðlauna Legacy, Outback og Crosstrek hlaut Subaru Forester þriðja sinni  verðlaun í þeim flokki sem Crosstrek vann. Subaru Ascent hlaut þrisvar verðlaun í sínum flokki og Impreza tvisvar.

Vinsælir í Norður-Ameríku

Bandaríkjamenn og raunar Norður-Ameríkanar hafa löngum haft dálæti á bílum Subaru sem eru allir fjórhjóladrifnir. Og vinsældirnar virðast síst á niðurleið vestra því í fyrra jókst til dæmis sala Crosstrek um 31% og er hann þriðji söluhæsti bíll Subaru í Bandaríkjunum. Hvað varðar Subaru Legacy Sedan þá er hann sá eini í sínum flokki í Bandaríkjunum þar sem fjórhjóladrifið er staðalbúnaður.

mbl.is