Porsche, kappakstursbraut og Beethoven

Bílablaðamönnum er kennt að nota stóru lýsingarorðin sparlega. Flestir bílar sem framleiddir eru í dag eru jú alveg prýðilegir, en það þýðir ekki að megi kalla þá alla „frábæra“ eða „framúrskarandi“.

Sterkustu orðin þarf að geyma fyrir ökutæki eins og áttundu kynslóð Porsche 911, sem gnæfa svo hátt yfir samkeppninni að liggur við að þyrfti að kalla þau eitthvað annað en „bíla“, og kannski réttara að tala um „undur“.

Verkfræðingarnir í Stuttgart hafa heldur betur vandað sig, og tekist að hanna hreint ótrúlegt farartæki – eins og Ásgeir Ingvarsson fékk að kynnast á Ricardo Tormo-kappakstursbrautinni rétt utan við Valensía á Spáni.

Stutta upptöku af akstrinum má finna hér að ofan og betra að þeir sem smelli á hafi heyrnartól á eyrunum til að missa ekki af neinu.

Bílablað Morgunblaðsins kemur út í dag og er þar fjallað ítarlega um Porsche 911.

Af mörgum áhugaverðum greinum í blaðinu má nefna umfjöllun um þær leiðir sem fara má til að byrja að stunda akstursíþróttir, efasemdir þýskra lungnalækna um díselbíla-bann, og hvernig Hanna Rún rallí-kempa sigraðist á bílhræðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: