Ljúfur í meðförum

Tilkoma hins nýja RAV4 er rafmögnuð. Tígullegur á vegi, nytsamlegur. …
Tilkoma hins nýja RAV4 er rafmögnuð. Tígullegur á vegi, nytsamlegur. Einkar álitlegur pakki, öflugur að sjá og keyra. Vel fer um ökumann sem farþega í stærra innanrými en áður.

Ný kynslóð af jeppanum Toyota RAV4 er að koma á götuna í Evrópulöndum en Evrópufrumsýning bílsins fór fram hér á landi, hjá Toyota í Kauptúni í Garðabæ. Í bílablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað um reynsluakstur nýja bílsins undir yfirskriftinni „Breyttur og betri brautryðjandi“.

Þar er skírskotað til þess að RAV4 var fyrsti jepplingur sögunnar og ruddi alveg nýrri bílastærð braut eftir að frumgerðin kom á markað 1994. Vinsældir bílsins áttu eftir að verða miklar, en frá 1994 hafa 8,5 milljónir eintaka af honum komið á götuna í rúmlega 180 löndum. Þar af 810.953 stykki árið 2017. Lukka hans hefur verið sígandi.

RAV4 var söluhæsti jeppinn í heiminum og fjórða söluhæsta módelið af öllum bílamódelum heimsins. Á undanförnum fjórum árum hefur eftirspurnin eftir jeppum og jepplingum  fjórfaldast  í Evrópu og var skerfur þeirra í nýskráðum bílum 22,7%. Því er spáð að sala nýrra bíla í jeppaflokki aukist áfram og verði komin í milljón eintök á ári 2023.

Í dóminum í bílablaði Morgunblaðsins í dag segir, að nýr RAV4 sé ljúfur í meðförum, með mikið innanrými og hlaðinn öryggis- og hjálparbúnaði. Útlitið ætti að höfða til margra og fjöðrunin færi leikandi létt með erfiðustu malarvegi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í reynsluakstursferðinni sem Toyota á Íslandi stóð fyrir til Spánar um miðjan janúar:
 

Sjálfskiptingunni má handstýra við krefjandi aðstæður.
Sjálfskiptingunni má handstýra við krefjandi aðstæður.
Vegirnir í grennd við Barcelona voru eiginlega of góðir. Fátt …
Vegirnir í grennd við Barcelona voru eiginlega of góðir. Fátt um tækifæri til að láta reyna vel á kosti hins nýja Toyota RAV4.
érstakur öryggisbúnaður greinir hjólreiðamenn og gangandi í myrkri með góðum …
érstakur öryggisbúnaður greinir hjólreiðamenn og gangandi í myrkri með góðum fyrirvara.
Dýnamískur RAV4 og liggur vel á öllum vegum með lækkuðum …
Dýnamískur RAV4 og liggur vel á öllum vegum með lækkuðum þyngdarpunkti.
Þægilegur stjórnklefi. Allir hnappar og öll ltól innan seilingar. Á …
Þægilegur stjórnklefi. Allir hnappar og öll ltól innan seilingar. Á sætum býðst annars vegar leðuráklæði eða úr taui. Snertiskjárinn gagnast betur uppi á mælaborðinu.
Toyota RAV4 á malarastígum í trjágljlúfri í grennd Barcelona.
Toyota RAV4 á malarastígum í trjágljlúfri í grennd Barcelona.
Breyttur og betri brautryðjandi með ðvolduga trjónu.
Breyttur og betri brautryðjandi með ðvolduga trjónu.
Rúmgott er í aftursætum RAV4 svo sem ráða má af …
Rúmgott er í aftursætum RAV4 svo sem ráða má af því að maðurinn á myndinni er 1,93 metrar á hæð. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Toyota RAV4 er þægilegur til ferða í þéttbýli eins og …
Toyota RAV4 er þægilegur til ferða í þéttbýli eins og hér í Barcelona. Liggi ekkert á má þá eiga hljóðláta stund með akstri fyrir afli rafmótoranna einna.
Skrikvörn og annar hjálparbúnaður er einkar gagnlegur á lausmalarvegum.
Skrikvörn og annar hjálparbúnaður er einkar gagnlegur á lausmalarvegum.
Trjóna RAV4 er gjörbreytt og grípandi. Minnir óþyrmilega á dansgrímu …
Trjóna RAV4 er gjörbreytt og grípandi. Minnir óþyrmilega á dansgrímu japansks Kabuki þjóðdansara. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Í ferðinni var heilsað upp á fulltrúa þeirrar kynslóðr RAV4 …
Í ferðinni var heilsað upp á fulltrúa þeirrar kynslóðr RAV4 sem nýi bíllin (t.h.) leysir af hólmi. Afar ólíkar eru trjónur þeirra. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Glerlistaverk er það fyrsta sem kemur up í kolli við …
Glerlistaverk er það fyrsta sem kemur up í kolli við að skoða díóðuljósin framan og aftan á RAV4. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Slóða sem þessa afgreiddi nýi RAV4 létt og vel. Spólaði …
Slóða sem þessa afgreiddi nýi RAV4 létt og vel. Spólaði hvorki né tók niðri.
Brattir stuðararnir eru ekki kjötmiklir. Heldur er og vinnukonan á …
Brattir stuðararnir eru ekki kjötmiklir. Heldur er og vinnukonan á afturrúðunni óburðug. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Lítill munur en engu að síður var RAV4 með drifi …
Lítill munur en engu að síður var RAV4 með drifi á öllum hjólum þýðari við ökumann og markvissari í beygjum. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Toyota RAV4 telst ekki til stórra jeppa þar sem sætin …
Toyota RAV4 telst ekki til stórra jeppa þar sem sætin eru einungis fimm.
Hinn nýi Toyota DRV4 er að getu og færni utanvegar …
Hinn nýi Toyota DRV4 er að getu og færni utanvegar orðinn valkostur við miklu dýrari jeppa. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
Hönnun hins nýja RAV4 er kraftmeiri og meitlaðri en á …
Hönnun hins nýja RAV4 er kraftmeiri og meitlaðri en á forveranum. Rétt eins og höggmyndasmiður hafi farið höndum sínum um hann. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
mbl.is