Rafmótor úr plasti

Mikill þyngdarsparnaður yrði af rafmótor úr plasti.
Mikill þyngdarsparnaður yrði af rafmótor úr plasti.

Í Þýskalandi á Frauenhofer-stofnunin í samstarfi við háskólann í Karlsruhe um að þróa rafmótor úr plasti.

Slíkum mótor myndi fylgja sá mikli ávinningur að hann yrði miklum mun léttari en mótor úr málmi. Kæmi það sér vel fyrir rafbíla framtíðarinnar, segir fulltrúi stofnunarinnar. Ávinningur af einu kílói minni þyngd væri miklu meiri fyrir rafbíl en bíl sem brennir jarðeldsneyti.

Eitt af vandamálunum sem þarf að yfirstíga í þróun rafmótors úr plasti er að tryggja kælingu hans, væntanlega með kælivökva.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: