Samhljómur í samsteypunni

Hin nýja framkvæmdastjórn Renault, Nissan og Mitsubishi Motors á blaðamannafundinum …
Hin nýja framkvæmdastjórn Renault, Nissan og Mitsubishi Motors á blaðamannafundinum í gær.

Algjör eining ríkir nú innan bílasamsteypunnar Renault, Nissan og  Mitsubishi um framtíð hennar. Verður samstarfið eflt.

Það staðfestu forstjórar bílsmiðanna þriggja með stjórnarformann Renault í broddi fylkingar á blaðamannafundi í Yokohama í Japan í gær.

Í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér sagði að samsteypan hafi fengið „nýtt start“. Til að greiða fyrir nýjum samhljómi í samstarfinu féllu Frakkar frá þeirri kröfu sinni að  stjórnarformaður Renault væri jafnframt stjórnarformaður Nissan, eins og Carlos Ghosn var.

Munu utanaðkomandi sérfræðingum verða falið að gera tillögu um nýjan stjórnarformann Nissan á hluthafafundi 8. apríl næstkomandi. Meðal verkefna þess fundar er að segja Ghosn endanlega upp störfum.

mbl.is