Ný Ingeniumvél með mildri tvinntækni

Ný Ingeniumvél Jaguar Land Rover.
Ný Ingeniumvél Jaguar Land Rover.

Jaguar Land Rover kynnir á næstunni nýjan meðlim í flóru Ingeniumvéla fyrirtækisins þegar ný 6 strokka bensínvél kemur á markað, til að byrja með í Range Rover Sport sem einnig verður búinn mildri tvinntækni.

„Nýja vélin getur verið á bilinu frá 360 til 400 hestöfl og að togi frá 495 til 550 Nm. Vélin er snarpari og með jafnara snúningsvægi en fráfarandi vél. Þá er vélin ennfremur búin tveimur elektrónískum keflatúrbínum og með breytilegri ventlastýringu sem skila tafarlausri orku til hjólanna. Auk betri afkasta gerir hönnun vélarinnar einnig ráð fyrir mildri tvinntækni (MHEV) til að hámarka afköst og draga úr eyðslu og mengun. Viðbættur rafmótor er 48V og verður búinn tækni til að geyma tapaða orku við hraðaminnkun og veita henni til baka þegar á þarf að halda undir álagi,“ að því er segir í tilkynningu.

„Við höfum alltaf ætlað okkur að þróa Ingeniumtæknina með fjölbreytni í huga. Nýja vélin, sem er líka hluti af okkar eigin útfærslu á tvinntækninni, er þáttur í þeim upphaflegu áformum þannig að Jaguar Land Rover sé ávallt í fremstu röð þegar kemur að þróun hátækninýjunga í samræmi við nýjustu umhverfiskröfur,“ segir Nick Rogers, framkvæmdastjóri hjá Jaguar Land Rover.

Standast allar ströngustu mengunarstaðla

Vélin var alfarið hönnuð af sérfræðingum Jaguar Land Rover og er framleidd í Wolverhampton, þar sem fleiri vélar fyrirtækisins eru framleiddar. Öll raforka til framleiðslunnar er endurnýjanleg og framleiðir fyrirtækið m.a. sjálft 30% orkuþarfar sinnar með eigin sólarsellum á þaki bygginganna. Auk mildra tvinntæknivéla og háþróaðra bensín- og dísilvéla áætlar Jaguar Land Rover að verja háum fjárhæðum til áframhaldandi þróunar á næstu kynslóð rafmagnstækni fyrirtækisins (EDU) sem fer í almenna framleiðslu á næsta ári.

Allar vélar í bílum Jaguar Land Rover standast ströngustu mengunarstaðla Evrópusambandsins, EU6, og má aka hvar sem er, þar á meðal á svæðum þar sem hömlur hafa verið settar á umferð til að draga úr mengun og auka loftgæði borganna.

Nýja Ingeniumvélin verður til að byrja með í Range Rover …
Nýja Ingeniumvélin verður til að byrja með í Range Rover Sport sem einnig verður búinn mildri tvinntækni.
mbl.is