Viziz Adrenaline spennandi hugmynd

Hugmyndabíllinn Subaru Viziv Adrenalin.
Hugmyndabíllinn Subaru Viziv Adrenalin.

Subaru sýndi á dögunum hugmyndarbílinn Viziv Adrenaline. Er þar um verklegan sportjeppa að ræða, sem vegna eiginleika sinnar mætti kalla nokkurs konar blöndu af Impreza og Crosstrek.

Bíllinn er hár undir lægsta punkt og dekkin stór og gripmikil sem ættu að gera hann færan í flestan snjó þegar fram líða stundir, segir í tilkynningu.

Subaru hefur ekki gefið út neinar ítarlegar upplýsingar um það hvert fyrirtækið hyggist stefna nákvæmlega í þróunarferlinu framundan. Á þessu stigi er Subaru fyrst og fremst að kynna nýja meginásýnd í hönnun næstu kynslóða, nokkurs konar áframhaldandi þróun hugmyndarinnar frá 2014 sem Subaru kallaði „Dynamic x Solid“ sem hefur „bólgnað“ nokkuð síðan þá til að vekja sterkari hugrenningartengsl við getu, kraft, eiginleika og ánægju. Og þar er Subaru nú þegar á heimavelli með bílum á borð við Crosstrek, Outback, Forester og Impreza sem Íslendingum er að góðu kunnir.

„Miðað við allt yfirbragð Viziv Adrenaline varðveitir hann öll þessi helstu kjarnaeinkenni Subarulínunnar eins og hönnun hans endurspeglar með svo grípandi hætti. Áberandi akstursgeta við krefjandi aðstæður utan alfararleiða, jeppadekk á stórum svörtum felgum, hlífar á hliðum og undir báðum endum og almennt háreistur og kröftugur þokki sportjeppans gef ákveðin fyrirheit um „persónuleikann“ sem gaman verður að fylgjast með þegar Subaru sýnir næst á fleiri spil,“ segir í tilkynningu frá BL, umboði fyrir Subaru á Íslandi.

Hugmyndabíllinn Subaru Viziv Adrenalin er verklegur.
Hugmyndabíllinn Subaru Viziv Adrenalin er verklegur.
mbl.is