Verður einn sá dýrasti

Mercedes Maybach Vision Ultimate Luxury hugmyndabíllinn.
Mercedes Maybach Vision Ultimate Luxury hugmyndabíllinn.

Af miklum metnaði hleypti Mercedes merkinu Maybach úr vör sem eigin lúxusmerki árið 2002. Markmiðið var sett hátt, að smíða bíla sem voru góðu þrepi  ofar að lúxus en flaggskip Mercedes, S-klassinn.  

En hlutirnir fara ekki alltaf eins og áætlað er, sala Maybach bílanna náði sér aldrei á strik. Var svo komið að árið 2012 var bílsmiðjunni lokað. Hafði móðurfélag Mercedes, Daimler, tapað milljörðum króna á Maybach-verkefninu.

Margir héldu þá að merkið hefði sungið sitt síðasta og myndi ekki heyrast á ný. Nei, alls ekki, því með vaxandi eftirspurn eftir lúxusbílum hefur Daimler ákveðið að reisa merkið úr öskustónni.

Hefur verið ákveðið að ráðast í smíði nýs lúxusflaggskip Maybach í bílsmiðju Mercedes í Alabamaríki í Bandaríkjunum. Bíllinn er nokkurs konar sérútgáfa af þriðju kynslóð Mercedes GLS bílsins. Jafnframt er boðaður stærðar Maybach jeppi og verður engu til sparað í að gera hann sem veglegastan. Hermt er að hann verði dýrasti fólksbíllinn sem framleiddur hefur verið í Bandaríkjunum.

Búast má við að hönnun hans taki mjög markk af hugmyndabílnum Maybach Vision Ultimate Luxury. Ennfremur að hann verði búinn til utanvegaraksturs. 

Það væsir ekki um menn í aftursætum hugmyndabílsins Maybach Vision …
Það væsir ekki um menn í aftursætum hugmyndabílsins Maybach Vision Ultimate Luxury.
mbl.is