Prius oftast í árekstri

Prius bílar renna af færiböndum í samsetningarsmiðju Toyota í Toyota …
Prius bílar renna af færiböndum í samsetningarsmiðju Toyota í Toyota City í Japan. AFP

Ásókn Toyota Prius í árekstur var meiri en annarra bíla samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar. Komu 111 slíkir bílar af hverjum 10.000 Priusum við sögu árekstra í Bretlandi.

Niðurstöður greiningafyrirtækisins GoCompare sýna að af 71.000 Prius sem voru á bílaskránni 2016 skrá komu 787 við sögu í akstursóhöppum það sama ár.

Í öðru sæti varð Citroën Saxo með 106 bíla í óhöppum af 10.000. Og í þriðja sæti BMW 330d með 102 árekstra á hverja 10 þúsund bíla.

Hvað einstök bílamerki varðar kom Vauxhall verst út en af um 3,6 milljónum bíla þess merkis á vegunum komu 22.490 við sögu umferðaróhappa, eða sem svarar 62 bílum af hverju tugþúsundi.

Jöfn í öðru til þriðja sæti voru bílamerkin Daewoo og SEAT með 60 bíla af tíuþúsund í slysum.

Hlutfallslega komu ökumenn í aldurshópnum 26 til 35 ára verst út; áttu 23,94% ökumanna á þeim aldri þátt í öllum umferðarslysum árið 2016.

London var hættulegasta svæði landsins með 101 bíl í árekstri árið 2016 af hverju tugþúsundi. Innsti borgarhlutinn, City of , kom enn verr út því þar áttu sér stað 1.200 af hverjum tíuþúsund árekstrum 2016. Næst varasamasta landsvæðið var Yorkshire og HumberLondon, með 47 slys.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: