Logan með mesta rýmið

Dacia Logan MCV
Dacia Logan MCV

Dacia Logan MCV er með stærsta farangursrými allra langbaka samkvæmt niðurstöðum mælingamanna franska bílablaðsins Auto Plus.

Segir í blaðinu, að aldrei hafi rannsóknarmenn þess mælt stærra farangurshólf, en þá er miðað við rúmdesímetra sem komast fyrir í skottinu með aftari sætisbökum uppi.

Fer mælingin þannig fram að dælt er frauðplastskúlum inn í rýmið upp að efri brún sætisbakanna og magn þess svo mælt.  

Jafnir í öðru og þriðja sæti urðu Skoda Octavia Combi og Skoda Superb Combi. Athyglisverður er árangur Ford Focus sem er í fimmta sæti. Birtur er listi yfir 20 skottstærstu bílana en hér má sjá bílana sem urðu í efstu tíu sætunum:

672 lítrar    Dacia Logan MCV
656 lítrar    Skoda Octavia Combi
656 lítrar    Skoda Superb Combi
639 lítrar    Volkswagen Passat SW
638 lítrar    Ford Focus SW
623 lítrar    Mercedes Classe E Break
602 lítrar    Opel Insignia Sports Tourer
592 lítrar    Opel Astra Sports Tourer
583 lítrar    Renault  Talisman Estate
575 lítrar    Peugeot 308 SW
575 lítrar    Renault Megane Estate

Stærsta farangursrými langbaks er að finna í Dacia Logan MCV.
Stærsta farangursrými langbaks er að finna í Dacia Logan MCV.
mbl.is