Með 5 öryggisstjörnur Euro NCAP

Range Rover Evoque
Range Rover Evoque

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP hefur tekið út öryggi hins nýja Range Rover Evoque, sem BL við Hestháls frumsýnir í maí, og gefið bílnum fullt hús stiga, 5 stjörnur fyrir framúrskarandi alhliða öryggi.

Meðal einkunna í hinum ýmsu flokkum sem prófunarsérfræðingar Euro NCAP styðjast við má nefna 94 stig fyrir öryggi fullorðinna sem er hæsta einkunn sem bíll frá Jaguar Land Rover hefur hlotið auk 87 stig fyrir öryggi smábarna. Samanlögð stig allra flokka gáfu Evoque 5 stjörnur eins og nýjustu systurjepparnir Range Rover Velar og Land Rover Discovery hafa einnig hlotið.

„Evoque var fyrst kynntur árið 2010 og braut þá nýtt blað í bílgreininni hvað varðar skilgreiningu á hönnum jepplinga í lúxusflokki. Hin nýja kynslóð Evoque, sem er bæði stærri, hærri og lengri en fráfarandi kynslóð, er búin öllum helsta tækni- og öryggisbúnaði Jaguar Land Rover, þar á meðal aukinni drifgetu með lengra hjólhafi og margvíslegri ökuaðstoð sem ásamt stífari undirvagni og nýrri multilink fjöðrun gerir Evoque að einum öruggasta bílnum í umferðinni,“ segir í tilkynningu.

Mildur tvinnbíll

Þá er Evoque einnig fyrsti bíll framleiðandans sem boðinn verður í svonefndri mildri tengiltvinnútgáfu. Hin nýja 48 volta drifrás skilar allt að 296 hestöflum með Ingenium forþjöppudrifinni vél auk rafmagnsaðstoðarinnar sem ætlað er að draga úr eyðslu undir álagi. Evoque mun einnig koma í hreinni tengiltvinnútgáfu er fram líða stundir.

Nýr Evoque verður eins og áður segir kynntur hjá BL við Hestháls í maí.

mbl.is